Kannski gagnast þetta.
Ég pantaði í febrúar hjá music123.com: Fender US Special Highway 1 Stratocaster 3 Color Sunburst maple neck (líka til rosewood). Átti að kosta 630$, fann hann annarsstaðar á 585$, sendi þann link aftur á music123 og þeir buðu mér hann á 580$. Þar sem ég hef áður verslað við m123 þá keypti ég hann þar á þessu verði. Fékk hann eftir 3 vikur (með shopusa) hefði samt bara átt að fá hann beint (m123 senda með Fedex sem við þekkjum vel á íslandi), og því borgaði ég extra ca. 5000 sem mér fannst svo sem ókey, því ég slapp þá við tollaskýrsluvesen og shopusa stóð við allt sem þeir sögðu. Verðið er bara $gengið +vsk, enginn tollur, ekkert vörugjald. Þið getið slegið dollaraverðið inn hjá shopusa og dregið ca. 5-6000 af lokaniðurstöðunni til að fá verð fyrir beinan innflutning með Fedex. Og ég get lofað ykkur, þessi gítar rokkar feitt fyrir þennan pening, svo er hann líka “Made in USA”. Og auðvitað er hann til í mörgum litum. Lakkáferðin er mött og það sést í allar viðaræðar. Þetta er pottþétt kúlaðasti gítarinn í búðinni í dag;)
Annars vil ég líka benda á það að skoða alltaf verð í íslensku búðunum, það kemur alltaf á óvart og þeir reyna að sjálfsögðu að berjast við þessa dollaralágmenningu, t.d. keypti vinur minn magnara um daginn, Fender FM212, í Hljóðfærahúsinu á 29.900, (þetta er 100W 2x12" magnari). Ef hann er keyptur í gegnum shopusa frá m123 kostar hann rúmlega 30þús. og kannski þarf þá að kaupa spennubreyti, ég veit ekki hvort það er hægt að breyta spennunni án þess að kaupa spennubreyti (stundum hægt að breyta með takka aftaná).
GítarLinkar:
http://www.music123.com/Fender-U-S–Special-Highway-1-Strat-i76813.musichttp://www.8thstreet.com/product.asp?ProductCode=24630&Category=Electric_Guitarskveðjur
Svejk