Hvernig tónlist spilaru?
Ef þú ert að spila metal, þá er til dæmis HHX serían frá Sabian(Hljóðfærahúsið, Laugavegi). Ef þú ert að spila nútímarokk þá er A serían frá Zildjian(Hljóðfærahúsið, Laugavegi)Eða Paiste 2002 serían(Tónabúðin, Rauðarárstíg). Ef þú spilar djass þá eru Bosphorus(Tónabúðin, Rauðarárstíg) Meinl(Tónastöðin, Skipholti)og UFIP(held að þetta sé til á landinu, þá helst: Tónastöðin, SKipholti). Fyrir djass geturu líka notað Dimensions og Signature frá Paiste(Tónastöðin, Rauðarárstíg)eða K frá Zildjian(Hljóðfærahúsið, Laugavegi)
Hvernig sándi ertu að leita að? Viltu hafa gott ‘chick’ (þegar þú stappar niður hi-hat fætinum án þess að slá með kjuðanum) eða finnst þér betra að hafa stóran ‘bell’ til að fá örlítið meiri tón (hljóð sem er nær ákveðinni nótu) og svolítið “þykkara” hljóð? Eða viltu léttara sán, sem er svolítið “þurrt”?
Hvernig stilliru hi-hatinn þinn? Er langt á milli diskana, er efri diskurinn þétt í, hallaru neðri disknum mikið? Í hvora áttina hallar hann, hallar hann að þér þannig að þú nærð léttari slögum á ‘body’-ið eða frá þér þannig að höggin verða þyngri og á kantinn… hvernig slærðu? fast, laust, beint, örlítið á hlið… OOOOooog svo framvegis :P
Ef þú slærð fast mæli ég með dýru línunum frá Zildjian eða Paiste, frekar þykkum diskum og meðalstórum ‘bell’. Paiste Signature Series Sound Edge 14“ HH til dæmis. Eða Paiste 2002 14” Heavy HH. Líka Zildjian K Custom 14“ Medium HH eða A Custom 14” Projection HH (gæti heitið eitthvað annað, en mig minnir að það sé Projection).
Ef þú slærð laust þá er það kannski frekar Zildjian K (ekki K custom) eða Paiste Dimensions.
…Og ég vona bara innilega að þetta hafi hjálpað eitthvað!
—>Gagnlegar síður<—
http://www.hljodfaerahusid.ishttp://www.tonabudin.ishttp://www.tonastodin.ishttp://www.zildjian.comhttp://www.paiste.comhttp://www.sabian.comhttp://www.ufip.comhttp://www.bosphoruscymbals.comhttp://www.istanbulcymbals.com