ég muni ekki panta magnara frá usa, ég ætlaði að gera það en hætti við. það er ekki spennubreytirinn sem gerir suðið heldur eru magnarar með mismunandi hZ (hvað sem það nú er, held að þetta þýði ryð), ég hringdi í miðbæjarradíó og spurði að þessu og þau sögðu mér að ef hann væri 60hz eins og er notað í usa gæti ég lennt í því að fá suð í magnarann þannig að ég steinhætti við (held að hann þurfi að vera 50hZ til að virka almennilega hér). það á samt að vera í lagi að panta frá flestum löndum í evrópu en það borgar sig örugglega ekki.