Þeir voru með einn svona inni í Tónastöð síðast er ég fór þangað (minnir allavega að það hafi verið ESP, er ekki það spenntur fyrir honum að ég hafi pælt mikið í honum).
Og ég mæli með því að þú kaupir hann af þeim frekar en M123, ég var að skoða dæmið með ESP Eclipse sem ég er heitur fyrir, og hann er 20.000 krónum ódýrari hjá þeim en á M123, bæði vegna þess að ESP vorðast trúa á litlu aðilana og gefa því öllum sama afslátt (ólíkt t.d Gibson sem eru að kosta helmingi meira hér heima vegna þess hve þeir mismuna seljendum eftir stærð) og vegna þess að Tónastöðin fá þá beint frá Japan og því ertu aðeins að borga íslensk innflutningsgjöld, en ef þú kaupir hann frá Ameríku, þá ertu bæði að borga í Bandaríkjunum og hér heima. Munurinn var allavega um 20.000 á Eclipsenum (100-110 þúsund í Tónastöðinn vs. 126þúsund af M123 via ShopUSA)