nú þegar maður er búinn að eignast smá pening, þá langar mér í góðan stálstrengjagítar er að spá í að fjárfesta frá ameríku vegna lágs gengis
lítið veit ég um kassagítara, þannig ég spyr ykkur sérfræðinganna, hvað er gott/lélegt í þessum málum og bendingar á hina og þessa gítara væru vel þegnar :)
já ég held að þetta sé eitthvað svipað. Annars mæli ég bara með því að þú skoðir kassagítara í hljóðfæraverslunum og farir síðan og kaupir þann sem þér líkar best við.
Farðu uppí tónastöð og prufaðu kassagítara þar. Ég er ekki að segja þér að kaupa þá, heldur bara að heyra í þeim því að þar eru eitthverjir bestu kassagítarar á landinu að mínu mati. Mæli sérstaklega með C.F. Martin gítörum, enda er ekki hægt að klikka á þeim.
Ég var að kaupa mér Seagull kassa um daginn og það er bæði geggjað gott verð á þeim í Tónastöðinni, plús það að þeir sánda klikkað flott. Veit ekki hvort þú finnur þá í JúEssEi en annars mæli ég með Simon&Patric og Tanglewood. Svo er náttúrulega spurning hvort að þú gerir þér ekki bara ferð í bæinn og kaupir einn þar… þá heyriru betur nákvæmlega hvað þig langar í…
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..