smá leiðrétting hér. Vox Valvetronix línan eru digital modelling magnarar sem eru já í áttina að line 6 í hönnun, en ég myndi ekki kalla þá lampamagnara eins og er nefnt hér að ofan. þeir eru einungis með einn lampa í formagnara (sk. því sem ég hef lesið um þá) og myndu þar af leiðandi ekki teljast lampa-magnarar per-se.
en síðan hefuru hinn fræga AC30(TB) sem er fáanlegur í dag, hann er einungis keyrður af lömpum og þó hann sé ekki nema 30w þá er það vel gott meira en 100w transistor eða digital magnari.
sjálfur er ég að nota vox AC30TB og mér finnst það án efa vera einn sá flottasti magnari sem ég hef heyrt í. ég hef þó líka heyrt í valvetronix mögnurunum en það vantar touchið í þá til að fá þetta alvöru lampa sound. í rauninni ef þú ert ekki að fara að eyða 160k í magnara þá færðu þér 60w valvetronix magnarann. en annars mæli ég með ac30 ef þú ert með stash af pening.
en annars er bara best að fara og prófa þá báða með ÞÍNUM gítar til að fá að vita að hvaða soundi þú ert að ganga.
en já, þetta er sossum það. endilega bara kynntu þér vel málin áður en þú tekur ákvörðun.
p.s. bítlarnir notuðu ac30 (non top boost( magnara sem eru að fara á um 3000$ á ebay núna þannig að þú ert ekki alveg að ganga að þeim pakkanum. en top boost týpurnar sem eru framleiddar í dag er “pretty much the same” og ná þessu upprunalega vox soundi mjög vel.
att í læj bless…