Warmothinn er mjög góður. Hann er fisléttur með góðan og sterkan órafmagnaðan hljóm. Pickuparnir eru Seymour Duncan Alnico II Pro APTR-1 og Jerry Donahue Model APTL-3JD. Þegar ég spila í gegnum gamlan Marshall haus þá er tónninn algjör Led Zeppelin tónn (meiri Zep tónn en með Gibsoninum), enda notaði Jimmy Page oft Telecaster.
Efniskostnaðurinn var um 100.000 kr. Hefði kannski getað verið eitthvað minni ef ég hefði keypt allt beint frá Warmoth. Ég pantaði bara búkinn, hálsinn, brúna, og strekkjarana frá Warmoth vegna þess að ég vildi sjá hvort þetta væru vandaðir gripir áður en ég keypti restina. Pickupana fékk ég í hljóðfæraverslun í Svíþjóð og afganginn pantaði ég frá
http://stewmac.comÉg er reyndar að spá í að selja þennan gítar. Ekki það að hann sé ekki góður heldur er ég meira fyrir Stratocaster gítara og mér nægir að eiga einn Strat og einn Les Paul. Svo vantar mig pening.