Það heimskasta sem þú getur gert er að kaupa wah-wah sem fyrsta effect! Ég hef séð svo alltof marga gítarleikara í gegnum tíðina sem hafa eitt offjár í þetta og kunna ekkert á þetta… og fatta ekki einusinni hvernig á að læra í þetta. Ef þú spilar Nirvana/metallica og svipaða tónlist og villt fá þér einfaldann pedal þá mundi ég byrja á distortion (t.d. Boss DS-1 Distortion (Kurt Cobain notaði hann mjög mikið)). En sem fyrsta pedal þá mundi ég miklu frekar kaupa mér multieffect, það er til einn sem heytir Zoom 505 og hann er mjög hagstæður, kostar sama og ekkert og er með fullt af hljóðum sem má leika sér með, svo ef þú tímir geturu eitt meiri pening og fengið þér einhvern sem hljómar betur (Zoom-inn er ekkert sem þú ert að spila á á ölvöru tónleikum, meira að leika sér heima) en já, algjörlega undir þér komið hvað þú villt eyða eða eftir hverju þú ert að leyta.