Daginn. Ég er að hugsa um að fjárfesta í gítar af music123.com. Ég fór á shopusa.is til þess að reikna út hversu mikið það mundi kosta aukalega að flytja hann inn fyrir mig. Ókey… gítarinn kostar +65þús íkr og síðan segir að það muni bætast heilar 36þús krónur á verðið (tollur, vsk og annað)

Þetta þykir mér nokkuð dýrt. Mundi verðið lækka ef ég mundi ekki nota shopusa og fá gítarinn milliliðalaust heim til mín? Eða er shopusa hagkvæmasti kosturinn?
Sprankton