Daginn. Ég er að hugsa um að fjárfesta í gítar af music123.com. Ég fór á shopusa.is til þess að reikna út hversu mikið það mundi kosta aukalega að flytja hann inn fyrir mig. Ókey… gítarinn kostar +65þús íkr og síðan segir að það muni bætast heilar 36þús krónur á verðið (tollur, vsk og annað)
Þetta þykir mér nokkuð dýrt. Mundi verðið lækka ef ég mundi ekki nota shopusa og fá gítarinn milliliðalaust heim til mín? Eða er shopusa hagkvæmasti kosturinn?
Fer náttúrulega eftir því hvaða gítar þú kaupir, sumar tegundir sem er bara hægt að senda innan USA. En annars munar ekkert svakalega miklu. Sendingin kostar svona ca. 7-10þús og svo er virðisaukinn 24.5%. Þannig þetta er ekkert óeðlilegt myndi ég halda. Annars gengur það víst jafnan fljótar fyrir sig að panta beint í gegnum music123 og það sparar þér einhvern smá pening. Myndi veðja á að það væri sniðugra ef það er möguleiki.
shopusa tekur að sér já, smá prósentu, en ég mundi telja það vera einungis hafkvæmara fyrir þig því annars skapast bara vesen í tolli og blablalba, shopusa sér um allt fyrir þig… :)
Þú lætur auðvitað bara sendann beint heim til þín frá music123 svo lengi sem það sé ekki: ESP, Roland/Boss/Edirol, Fender/Gretsch/Jackson/Guild/Squier, Yamaha, Ernie Ball, Gibson/Epiphone, Paul Reed Smith, Rickenbacker, Behringer, Taylor, Line6, Digitech, DiMarzio, DOD, JBL and Lexicon
Prófaði að reikna þetta “afturábak”. Ef gítarinn kostar c.a. 65þ. þá er erlenda verð hans um 1120 USD. Ef ég set 1120 dollara í ShopUSA.is þá fæ ég sömu tölur og þú, þ.e. frakt er um 16þús. Það er of mikið.
Ég myndi hringja í ShopUSA.is og fá nánari upplýsingar. Reiknivélin á síðunni tekur sennilega bara prósentu af kaupverðinu til að áætla fluttningsverð. Þegar upphæðin er orðin svona há þá skekkir það dæmið. Fáðu bara fast verð frá þeim (láttu staðfesta það í tölvupósti).
Það á ekki að vera dýrara (sem nokkru nemur) að nota ShopUSA.is en á móti kemur að þeir eru ábyrgir fram að afhendingu.
Ég panta mikið af music123.com, hljóðfæri og annað. Það er (eins og allir vita núna) enginn “tollur” af hljóðfærum bara sendingarkostnaður, tollafgreiðslugjald og svo virðisaukinn. Ég pantaði alltaf með shopusa.is til að byrja með en fór svo að reikna út að það borgar sig bara að nota þá fyrir hluti þar sem stærð og þyngd fara að spila inn í a einhverju viti (t.d flygill!). Ég pantaði Gibson gítar og nokkra aukahluti. Hlutur Shopusa (ekki með neinum tollum eða neitt.. Þeirra “í vasan” hlutur) var 26 þúsund af 130 þús króna pöntun. Ofan á þetta þurfti ég að bíða í meira en mánuð á meðan gítarinn lá í vöruhúsi og svo seinna gámi, sem fer ekki vel með hlut úr tré! Núna nota ég bara shopusa ef þeir sem ég versla við senda ekki beint til mín (okkar). Music123 senda á mjög góðum tíma (innan við viku yfirleitt!) ef pantað er beint frá þeim. Annars er shopusa sniðugt fyrir þunga hluti eða til að panta af Ebay af þeim sem vilja ekki senda til okkar (en þá spila samt Paypal mál inní.. önnur saga)
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..