Jæja,jæja.
Athugaðu eitt. Ef þú pantar magnara á netinu færðu hann glænýjan á spottprís, en þegar hann kemur til landsins færðu reikning upp á:
25 % influttningstollur (af því aftur að magnarar falla undir tollflokkin raftæki, en ekki hljóðfæri og eru því ekki tollfrjálsir)
+
24,5 % vsk (gildir meira segja líka um hljóðfæri því að vaskinn sleppuru ekki við nema þú sért að koma frá útlöndum og sért heppinn í tollinum á flugvellinum)
+
allavegana 10 þús. kr í sendingarkostnað (ég pantaði slatta af smádrasli um daginn skíttlétt en kostaði tæpar 4 þús. að senda.)
Dæmi:
Draumamagnarahausinn minn Marshall DSL 100 kostar 1499 $ á
music123.com það gera ca. 88.200 kr. margfaldað með 1,49 (þ.e. + tollur og vsk) gerir ca. 131.500 bættu svo við a.m.k. 10 þús. í sendingarkostnað og segðu mér svo að
114.000 krónurnar sem hann kostar í
RÍN sé ósanngjarnt. Ástæðan fyrir því að RÍN eru með þetta ódýrara þrátt fyrir lágt gengi dollarans er að þeir panta á heildsöluverði úr lagerhúsum. Ef þú pantar svo magnarann frá USA einsóg t.d. á music123 þá þarftu að fá þér straumbreyti eða láta taka úr straumbreytinn fyrir bandarískt rafmagn(því Marshall eru framleiddir í Bretlandi) og það kostar sitt. Ég man ekki hvað magnarinn kostar á breskum síðum, en þá sleppuru við rafmagnsvandamál en þarft samt að borga 50 % tolla og skatt.
Og jafnvel þótt að íslenskar hljóðfæraverslanir leggi einhverjar prósentur á þá er ég tilbúinn að borga það fyrir að það séu öflugar og fjölbreyttar hljóðfæraverslanir með góða þjónustu á landinu.
Að lokum vil ég taka það fram að ég hef aldrei unnið í hljóðfæraverslun, ég á ekki hljóðfæraverslun, enginn ættingi minn á hljóðfæraverslu, ég er ekki öfga-þjóðernissinni og ég hef sjálfur pantað ódýrt dót á netinu sem kanski er erfiðara að fá á Íslandi en ég elska að geta farið og fengið að prófa hlutina áður en ég kaupi þá.
“Welcome to the real world” það kostar pening að búa á fámennri eyju útí í ballarhafi vegna þess að þangað er ekki pantað í jafn miklu magni en svona er þetta, ég elska að búa hérna þó það kosti meira. Og endilega vendu þig á að kanna hlutina áður en þú skellir fram svona staðhæfingum Toolkit.
Rökstuðningur borgar sig!!!
Haddi “athugar hlutina ”200%“ betur en þú.”
Toolkit
ekki versla við Rín, það er mesta okurbúlla í alheimi! þeir leggja svona 200% á vörurnar hjá sér! :S