Þetta er “fljótandi kerfi”. Floyd Rose er bara brúin á gítarnum. Þú getur tune-að gítarinn uppi á hausnum, læst honum við nut-ið og svo fínstillt hann að neðan og hann ætti að halda tune-i helvíti vel. Svo geturðu notað stöng og látið einhvern tón taka “dífu” því þú átt að geta togað stöngina það langt niður að strengirnir eru bara næstum lausir og látið þá svo fara aftur í upprunalegu stöðu án þess að þeir vanstillist.
Mörgum finnst þetta óþægilegt en mér finnst mjög þægilegt að nota þetta, það er allt öðruvísi að spila á gítar með Floyd Rose heldur en gítar með fasta brú, strengirnir eru miklu stífari með fasta brú en… hvað á maður að segja…. “liðugri” með floyd rose, eða aðeins lausari, allaveganna eru þeir ekki eins stífir.