En er ekki viss um að þetta sé góður gitar miðað við gangngrýnina. En ég var að spá hvort einhver hér hefur reynslu af þessum gítar eða Silvertone sem hann/hún gæti deilt með mér.
Það er alltaf erfitt að lesa í dóma. Hversu margir eru tilbúnir að gagnrýna eigið val? Ef maður gefur lélega dóma er maður óbeint að segja “ég gat valið hvað sem er en endaði á þessu drasli og varð tekin í ra######ð og get ekkert gert nema borgað og brosað”. Þess vegna tek ég dóma s.s. á Harmony Central of Music123 með fyrirvara.
Hafandi sagt þetta þá eru þarna 2 lélegir dómar sem benda á framleiðslugalla í gítarnum. 2 af 15 er skrambi hátt hlutfall. Keyptu af vandaðri frameliðenda. Komi þessi gallaður heim verður þú að borga sendingarkostnaðinn út og tilbaka fyrir nýjum gítar.
fáðu þér Epiphone Les Paul frekar.. þessi Silvertone er svona semi-knockoff, en Epiphone er í eigu Gibson og framleiða 100% *alvöru* Les Paul gítara, sem líta alveg eins út og original. Þú færð svona aðeins meira repsect að spila á epi heldur en einhverja *næstum-því-gibson* efitlíkingu :D .. en það skiptir nú samt ekki öllu máli..
PS: sama hvað hver segjir, þú færð það sem þú borgar fyrir, það eru ENGAR undantekningar. Ef gítarinn kostar 200$, þá er hann alveg örugglega ekki jafn góður og sá sem kostar 400$, það er bara þannig.. ég komst að því að biturri reynslu… :/
það er alveg sama hvaða gítar þú kaupir þér þú PRÓFAR hann áður!!!!1 þú getur lemt á góðu eintaki frá fyrirtæki á borð við squier og þannig. En þú getur líka lemt á ömulegum gítar frá fyrirtæki á borð við Gibson,guild,fender o.f.l áður en þú kaupir gítar þá ráðlegg ég þer að prufa hann það er ekki alltaf lookið skm skiptir máli……………
Ég fékk mér þennan um daginn http://www.music123.com/Epiphone-Les-Paul-Standard-i28366.music og hann er að svínvirka. Hann er ekki með Epiphone stilliskrúfunum heldur Grover (sem er stálið) og ég er búinn að stilla hann tvisvar sinnum frá því að ég fékk hann, samt set ég hann alltaf í töskuna og er að ferðast með hann… Spurning um að borga aðeins meira fyrir vandaðra hljóðfæri… maður sér yfirleitt ekki eftir því.
Gítarar eru ekki 110V eða 220V. Gítarar tengjast við magnarann og fá sitt þaðan. Magnarinn getur verið 110, 220 eða jafnvel bæði.
Farðu að ráðum hér að ofan. Farðu með 40 kallinn í Hljóðfærahúsið, Tónastöðina, Rín eða Tónamiðstöðina og athugaðu hvað þú færð gegn staðgreiðslu. Ekki sætta þig við 5% afsl. heldur láttu bara vita að´valið standi milli þeirra og netsins.
Þessi er núna á 35þús en þú getur tekið ebony týpuna sem er á 30þús… ef þú vilt þessa týpu… svo er um að gera að skoða outlet hlutann á music123 og musiciansfriend en yfirleitt er þetta þannig að þegar þú sparar þér nokkrar krónur færðu bara örlítið minna í staðin.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..