Ég verð bara að segjidda! Dollarinn er ekki neitt núna… og líklegt að hann styrkist frekar en hitt. En ég er mjög upptekinn af háu vöruverði á hljóðfærum hérna á Íslandi. Ég hef verslað aðeins erlendis og það er náttúrulega algjör snilld! Seinast keypti ég mér gítar fyrir næstum 1/3 af því sem hann kostar hérna heima. Sem er mjög gott!
Það er um að gera á þessum dögum að versla sér frá Bandaríkjunum og sérstaklega hljóðfæri og dót sem fara ekki beint í 220-230 Voltin okkar. Þá er ég að tala um effekta, hljóðfærin sjálf og þar fram eftir götunum. Ég gerði t.d. smá vörutjékk á Boss TU-2 ‘stage-tuner’ (bara uppá grín) og hann kostar 10.300 hérna heima og nákvæmlega sama ef maður notar shopusa.is en ef maður fer t.d. á music123 (sem eru þeir ódýrustu) þá senda þeir út um allan heim og það er miklu ódýrara. Einfalt reiknidæmi:
Boss TU-2 74,99 $
sendingarkostn. 30,80 $
samtals 105,79 $
105,79 x 60 (gengi $ núna) = 6347,4
virðisaukaskattur 6347,4 x 1,245 = 7902 kr.
Þannig að þið sjáið það að maður sparar sér 2400 kall á svona smotteríi.
Tala nú ekki um ef þið dettið á ennþá ódýrari hlut á ebay.
En þetta er alveg málið í dag… versla úti og láta senda kvikindið heim! Spara sér nokkra þússara…