Það er nú ekki erfitt að skilja þessa spurningu ef maður nennir að lesa hana, og spyrjandinn bað lesendur að afsaka málfars- og stafsetningarvillur.
Ég fór inn á Google og leitaði að myndum af ‘bigsby’ og ‘bigsby b3’. Það kom fullt af myndum af nokkrum útgáfu af bigsby. Sum bigsby eru með þessu stykki sem spurt er um. Ég veit ekki hvað það heitir, hvar það fæst eða hvort hægt er að segja það á bigsby b3. Þú gætir þurft að kaupa heilt bigsby með þessu stykki. Ég veit ekki hvort þetta fæst hér á landi en það er t.d. hægt að panta þetta frá
http://stewmac.com og svo er slatti af þessu á ebay.