sælar/sælir

ég er með lampa magnara heima hjá mér og auðvitað er hann skemtilegastur í fullum styrk, en þar sem núna er ég að fara að flytja í íbúð í blokk þá má ég víst ekki spila svona hátt og eins og margir (ef ekki allir) vita þá er aldrei headphone tengi á stórum lampamögnurum.

þannig að núna vantar mig eitthvað sem er með alveg frábæru hljóði nema bara ég þarf að geta tengt í það headphone (og gítar auðvitað).

ég var að pæla í Pod sem er á 18.100 í tónastöðini en hvernig er þessi græja ? er eitthvað annað á svipuðu verði sem ég get fengið sem er betra, ég er ekki að leita eftir miklum möguleikum eða mikið af effectum, það er bara bónus, gæði er aðal málið.

ætti ég að fá mér Line6 Pod eða hvað ?