Ég er með Line 6 spider 2 til sölu. Þetta er 150w skrímsli með 2x12“ celstion custom keilum. Að mínu mati er þetta þvílík topp vara, hann er með moduleraða 12 magnara innbygða, frá crazy highgain yfir í 60's og 70's twang og britcrunch og allt þar á milli. Þetta er virkilega flottur magnari hvert sem þú ert kominn í gítarleik. Einnig eru 7 effectar m.a chorus,flanger,delay og reverb og allir effectar stillanlegir… Einnig er innbygður tuner. Það eru líka skemmtilegir ”faldir“ fítusar eins og ”formagnara bjögun" og noisegate. Hérna er official síðan fyrir magnarann með hljóð dæmum og fleira á
(ég er reyndar ekki alveg 100% sáttur við hljóðdæmin þeirra því mér finnst þeir ekki vera að leggja sig alveg fram með þau).

http://www.line6.com/spiderII/about_210.html

Þið gætuð þá spurt: “Ef þetta er svona frábær magnari… Afhverju ertu þá að selja hann?” Svarið: Ég er að flytja til london og vantar pening og þetta er c.a 45 kíló svo ég hef ekki pláss fyrir stærðina eða þyngdina!

Magnarinn er í 100% lagi… líka útlitslega.

Ég ætla hér með að bjóða hann á 40 þús krónur.
Áhugasamir hafi samband við mig [Árna] í síma: 698-2825. Takk fyrir.