Ég keypti mér í fyrra Epiphone Goth og ég sé soldið eftir því. Þetta er ekkert smá flykki og leiðinlegt að fara með hann á milli staða. Mér finnst ógeðslega gaman og þægilegt að spila á hann og allt það, bara þyngslin og stærðin fer í taugarnar á mér. Ef ég hefði ekki verið svona mikið fífl, svona mikill Metallica aðdáandi og haldið að þetta væri eins gítar og James Hetfield spilar á þá hefði ég frekar sleppt því að kaupa þennann og keypt mér annaðhvort Les Paul eða Jackson. Hvert er ykkar álit, Jackson eða Les Paul ?
P.s. stutt grein ég veit, bara að tékka á ykkar áliti.