Ég er með Emg 85 og 81 í backup gítarnum mínum og er alveg þokkalega sáttur við þá. Þeir henta vel í metal og rokk sem er vel í þyngri kanntinum, en sjálfum finnst mér vanta í þá allan karakter. Ég setti Alnico II pro pickuppa í Gibsoninn (LP) sem ég er mun hrifnari af, mikill karakter og skemmtilegur blús fílingur í alnico 2 seglinum.
Ef menn eru að skipta um pickupa verða þeir að skoða aðeins hvað þeir eru að spila og hvaða sándi þeir eru að leita að. Mér finnst frekar asnalegt að tala um að ein gerð sé betri en önnur á heildina litið, þetta bara spurning um hverju fólk er að leita að.
Það fyrsta sem fólki dettur í hug þegar það heyrir EMG er metal humbucker pickuppar, en það er hægt að fá pickuppa frá þeim sem eru akkurat öfugt. David Gilmour notar t.d. EMG í rauða strattann sem hann notar sem mest til að fá sterkt og hreint clean merki úr honum.