Ég sjálfur hef ekki notað N5 við tónsköpun en það hefur hinsvegar Gunnar Jökull sem sendi frá sér meistaraverkið Hamfarir 1995 þar sem meðal annars er finna hið geysivinsæla lag BÍLLIN MINN.
En hljómborðin sem þú spurðir um hef ég bæði prófað og eru þau nokkuð traust en X-5 er svolítið cheap synthi og mundi ég frekar bíða eftir Yamaha S03 áður en þú kaupir X-5. En þessi Yamaha synthi á víst að hafa öll sándin úr S80 sem kostar 150 þús kall í ódýru hljómborði fyrir einhverja 500-600$. En N5 er brillant synthi með mig minnir 2300 sándum. Ég á Korg Workstation sem notar hljóðgjafann úr N seríunni og sándin eru frábær.