Frábær útskýring.
Mig langar samt að bæta við til að dýpka skilning.
*Ég skrifa * fyrir framan þær efnisgreinar sem skipta ekki höfuð máli og eru nánari útskýringar og fræðilegar viðbætur.
Ég hef oft heyrt talað um arpegíur og myndi ekki fullyrða að það sé rangt en orðið brotnir hljómar er örugglega algengara og meira lýsandi)
Ef maður ætlar að skilja hvað brotin hljómur er þarf maður fyrst að vita hvað hljómur er.
Þegar ég tók hljómfræði notuðum við skilgreininguna.“hljómur er þrjár eða fleiri nótur slengnar samtímis” (tvær nótur slegnar samtímis er kallast tónbil).
*(Mér finnst nánari skilgreining vera “hljómur er þrjár eða fleiri MISMUNANDI nótur slengnar samtímis”
með mismunandi á ég við að sama nótan kemur tvisvar (eða oftar fyrir) telst hún bara sem ein nóta. Þannig að ef maður spilar til dæmis c, c áttund ofar og c áttund ofar en það. (t.d. C, c og c' ef þið þekkið þennan rithátt). þá er það ekki hljómur því það er sama nótan slegin í mismunandi áttundum.)
Hljómur hefur alltaf eina “rót” og hljómurinn heitir eftir henni (nótan G er tildæmis rótin í öllum hljómum heita G eins og Gdúr, Gmoll Gsus, G7 osfr.). svo bætast á hana fleiri nótur. dúrhljómur hefur rót, stóra þríund og fimmud, venjulega skrifað R, 3, 5.
Moll er R b3 5. Moll7 er R, b3, 5, b7.
*Flestir hefðbundnir hljómar hafa rót þríund(stóra eða litla), fimmund (hreina, stækkaða eða minkaða), þessar nótur eru kallaðar hljómnótur og svo bætast stundum við svokallaðar spennur eins t.d. 7und, 6und, 9und, 13und, 14und. (í djasshljómfræði er litið á 7undina sem hljómnótu en ekki spennu).
*Einnig eru til hljómar sem hafa ekki þessar grunnnótur, algengastir þeirra eru sushljómanir sus4 sem hefur 4und í stað þríundar og sus2 sem hefur stóra tvíund í stað 3undar.
*Þegar maður spilar gítarhljóma spilar maður nótunar oftast ekki í “réttri” röð (grunnstöðu) vinnukonu gripið E (0332000) sem er R 5 R 3 5 R (nótunar E B E G# B E).
Þegar maður spilar brotinn hljóm, “brýtur” maður hljóminn upp í nótunar sem eru í honum og spilar þær í “réttri” röð, eina í einu, hverja á eftir annari.
Oftast brýtur maður hljóminn upp meira en eina áttund og snýr við og spilar hann “afturábak”.
E dúr arrpegíó er t.d. E (R), G# (3), B (5), E(R)
og svo heldur maður áfram upp og og snýrvið þegar maður vill og fer oft niður fyiriri nótuna sem maður byrjar á og en endar aftur á sömu nótunni.
*t.d. C dúr á gítar spilar maður C (3ða band á a-streng), e, g, c, e, g (3ja band hái e), e (laus hái e, byrjun á að fara aftur á bak), c, g (laus g strengur), e, c, (nótan sem byrjað var á), g, e (laus djúpi e-stengur), g, c (loka nótan sem maður byrjaði líka á. sjá tab (gæti fokkast upp).
————–0–3–0—————————
———–1———–1————————
——–0—————–0———————
—–2———————–2——————
–3—————————–3———–3—
———————————–3–0–3——
c e g c e g e c g e c g e g c
Þegar Yngvie talar um arpeggios sem hann hefur skapað þá er hann örugglega bara að tala um einhverja fingrasetningu sem hann hefur fundið eða einhvera arpeggio æfingu sem hann bjó til.
Svona töffarar eins og hann spila arrpepegíur gjarnan yfir stóran hluta á hálsinum og nota mikið slide milli nótna til að færa sig upp hálsinn og það er kannski eitthvað svoleiðis sem hann gerði
*hérna er dæmi um slíkt argeggíó sem ég bjó til rétt í þessu til þess að geta gefið dæmi (það getur vel verið að einhverjum hafi áður dottið í hug að spila þetta svona). Þetta er hljómurinn Fmmaj7 (f moll major 7und) sem er R b3 5 7 (venjulegur Fm7 hefur litla 7und (b7) en þessi stóra)
———————————-12-13——-
——————————-13————-
———————-9–10 13—————-
——————-10————————-
———-7–8–11—————————-
-1–4–8————————————–
1 -1 4 1 -1 4 3 1 -1 4 4 3 4 <–fingrasetning
F Ab C E F Ab C E F Ab C E F <–nafn á nótu
R b3 5 7 R b3 5 7 R b3 5 7 R <–sæti í hljóm
Endilega látið vita ef það er eitthvað sem ég er að segja hérna sem þið skiljið ekki alveg. og viljið nánari útskýringu á.