Munurinn er aðallega í handbragði og frágangi, auk þess sem þú ert örugglega að borga slatta líka fyrir merki og framleiðsluland, Fender og Gibson eru framleiddir í USA, ESP í Japan, sem þykir ívið fínna en Epiphone og LTD framleiddir í Kóreu, Kína og jafnvel Indónesíu (ég veit ekki hvar Squier eru framleiddir en þeir eru örugglega framleiddir í einhverju landi með ódýrara vinnuafli).
Einnig getur verið stór munur á hráefnum þósvo þau heiti það sama, mahoganí og mahoganí getur verið alveg tvennt ólíkt eftir því hvaðan það kemur og hve vel það er unnið.
Það er yfirleitt meira lagt upp úr smáatriðum á amerískum og japönskum gíturum, t.d við val á viði og vandað meira til frágangs á rafkerfi og fingraborði o.fl. þar sem smáatriðin skipta ekki máli til að gera hljóðfærið gott, en geta gert það ef það á að vera frábært, enda finnur vanur gítarleikari alveg mun á t.d. Epiphone og Gibson þósvo báðir gítarar beri sama undirheiti og líti eins út.
En ef þú ert að leita að gítar til að byrja á, eða backupgítar til að hafa live, þá standa “budgetmerkin” alveg fyrir sínu líka. Ég tek Gibsoninn minn fyrstan, en er með Epiphone við höndina skyldi ég slíta streng í miðju setti eða eitthvað.