Snerill. Ykkar álit
Málið er nú þannig að ég er trommari og er með frekar slappt sett. En ég er ekki alveg að fara að endurnýja það á næstunni(penningaskortur) en mig langar í nýjan snerill. Snerillinn sem ég er með er vægast sagt slappur, responsið í honum er mjög lítið. Þó að ég sé með gott skinn frá Remo (búinn að prófa 2 týpur frá þeim) að þá hefur respondið lítið batnað. Ég var að spá í sneril sem er 6.5“x14” og hef verið að horfa mikið til TAMA, einnig er ég að spá í sneril frá Ludwig. Mér þætti gaman að vita hvað menn gætu ráðlagt mér og hvað þeir eru með og hvernig reynslu þeir hefðu af þeim.