Ég fór í Hljóðfærahúsið í dag og sá þar svona elektrónískt trommusett (ég rétt vona að þið vitið hvað ég á við) með svona púðum eða réttara sagt spjöldum sem nema það þegar maður lemur á þá og svo kom mjög svo raunverulegt trommuhljóð…. í rauninni hefði ég allveg örugglega trúað því að þetta væri bara ekta trommusett ef ég vissi ekki betur :P
Annars var ég að pæla (ég náði ekki að skoða þetta mikið en settist bara örskamma stund og tók einn takt :P) en veit einhver hvað svona tryllitæki kostar? er það ekki einhverjir 100 þúskallar? Sjálfur er ég gítarleikari og hef í rauninni enga aðstöðu fyrir trommusett heima hjá mér… þannig að það væri helvíti fínt að hafa eitt svona inni í herbergi og nota bara headphone og þannig æft sig :D mér langar nefnilega virkilega að ná því að spila eitthvað almennilega á trommur :)
Annars er ég bara að spurja um þetta svona almennt, hvað kostar svona og eitthvað, fínt ef þið vitið eitthvað annað um þetta :)
…djók