Ég á einmitt einn Peavey Classic 50 (sem ég er að íhuga að selja).
Clean rásin er alveg æðisleg, finnst mér. Virkilega mjúkt og skýrt sánd, ég er mjög heillaður.
Reverbið finnst mér ekki eins sannfærandi. Svolítið skrýtið. Það er samt alveg nothæft, bara ekki það besta sem ég hef heyrt.
Fyrir klassískt rokk er hann örugglega mjög fínn, en hann skortir svolítið “hreðjarnar”. Þeas. hann er algjörlega fullkominn í blús og fínn í rokk, en ef þig vantar svona recto sánd eitthvað þá er þetta ekki magnarinn fyrir þig. Reyndar er lead rásin er alveg virkilega flott. Mér finnst sándið virkilega flott. Hins vegar, eins og ég segi, vantar kannski hreðjarnar í það.
Þú getur fengið að prófa hann hjá mér ef þú vilt, og ef þú býrð á höfuðborgarsvæðinu. Bara um að gera að bjalla í mig - 892 5172 - og við getum fundið einhvern tíma. :)
Jón