Ég ætla að reyna að svara 2 spurningum hérna. Annarsvegar þinni varðandi tryggingar á sendingum, og síðan annari spurningu um tryggingar á hljíoðfæri.
Ég byggi þetta svar á talsverðri reynslu sem ég hef af innfluttningi. Bæði til einkanota og einnig í starfi mínu.
Ef þú ert að panta vöru frá erlendu fyrirtæki
áttu ALLTAF að kaupa tryggingu. Ekki rugla saman ÁBYRGÐ og tryggingu. Á flestum bandarískum síðum er þér boðið aukin ábyrgð á búnaðinn. Kemur oft sem valkostur þegar þú ert búin að velja vöruna og ert að setja hanna í körfuna þína. Ábyrgð í USA kemur þér ekki að gagni.
Yfirleitt er þér boðið að tryggja sendinguna þegar þú ferð í “shipping” valkostina. Oftast er um óverulega upphæð að ræða, $5-10. Ef þú tryggir ekki ber fluttningsfyrirtækið
MJÖG TAKMARKAÐA ÁBYRGÐ ef eitthvað kemur uppá. Tökum nokkur dæmi:
Vegna mistaka eða þjófnaðar færð þú afhentan tóman kassa (í mínu tilviki kassi með slatta af A4 blöðum í stað tölvu).
Fluttningstækið ferst á leiðinni (getur verið skipstrand, vörubíllin fer útaf, flugvél hrapar…)
Varan kemur skemmd.
Sendingin týnist.
Ótrulegt, en í öllu ofnagreindu ber fluttningsfyrirtækið og söluaðili MJÖG takmarkaða ef nokkra ábyrgð. Líkur á að þú fáir bætur eru mjög litlar ef nokkrar.
Ástæðan fyrir því að fólk verslar erlendis er aðallega verð. Þá er sanngjarnt að menn beri saman sambærilega hluti þegar þeir skoða verð hér og úti. Þegar þú verslar hér þá veistu hvað þú ferð með heim. Þú skoðar, prófar og velur í búðinni. Þegar þú verslar á netinu þá getur þú bara skoðað og valið. Því má líta á trygginguna sem n.k. gjald til að dekka það að geta ekki prófað og valið nákvæmlega þann eina rétta. Svona trygging fyrir að þú fáir þó það sem þú valdir þér. Það að taka ekki tryggingu og ábyrgð inn í reikninginn er ósanngjarnt og bara hreint heimskt. Það hvort ábyrgðin eigi að jafngilda 5%, 15% eða 20% af verði er svo bara smekksmál.
Varðandi tryggingu á hljóðfærinu þegar heim er komið. Ef þú (ef þú býrð hjá foreldrum þá þau) ert með heimilistryggingu þá skaltu hringja í tryggingafyrirtækið og athuga hvort hún taki ekki á hljóðfærinu. Ef verðið er undir 100.000 þá skaltu benda á að tryggingin taki á heimabíóum, sjónvörpum og tölvum sem eru á sambærilegu verði. Athugaðu við hvaða skilyrði tryggingin gildir ef varan er ekki á heimilinu, t.d. æfingahúsnæði. Staðfestu að fyrirspurn þín sé skráð hjá þeim og að þar komi fram að hljóðfærið falli þarna inn
Ég efast um að þú finnir tryggingu sem bætir tjón sem þú veldur sjálfur, eða þjófnaði standi gítarinn í opnum sal. Það eru gerðar kröfur til að þú sýnir lágmarks skynsemi.
Ef þú ert ekki með heiilistryggingu þá myndi ég frekar fá mér slíka sem tekur m.a. á hljóðfærinu frekar en að tryggja það eitt. Sennilega sambærilegt verð og þú færð miklu meira með heimilistryggingunni.
Ef þú ert með dýrt hljóðfæri þá er annaðhvort hægt að tryggja það hjá íslenskum tryggingarfyrirtækjum eða finna tryggingu á netinu. T.d. er hér breskt fyrirtæki sem ég veit að nokkrir íslendingar tryggja hjá:
http://www.eandl.co.uk/uk-musical-equipment-insurance.htm