Til öryggis? Ef þú villt hafa gítarinn allann útí fingraförum þá skaltu nota handafl. Ég vinn á bílaréttingaverkstæði og er að pússa hluti daglega og við höfum einnig tekið tvo gítara, pússað og sprautað þá. Við notuðum 180 pappír á juðaranum til að ná lakkinu af. Fólk verður að kynna sér púss “reglurnar”, fá einhvernn reyndann í þetta. Eftir 180 pappírinn þarf að færa sig ofar, 240, 400,600 og svo 800(1000 á eftir ef þú ert með glært lakk). Við sprautuðum gítarana með bílalakki og kom það mjög vel út.