Ég versla mjög mikið við music123.com og geri alltaf verðsamaburð. Einu skiptin sem ég hef fundið ódýrara hér (miðað við heildarkostnað) er í tónastöðinni. Án undantekninga! Ég á sjálfur Gibson SG standard sem ég fékk (kominn heim) á 120 þús. Rín selur (eða seldi) á 210 þús. Ég mæli eindregið með SG. Ég átti reyndar Stratocaster þar á undan og fannst bara fínn (lefty). Ég hef verslað mörg hljóðfæri fyrir mig og aðra, effecta, magnara og aukahluti. Alltaf borgað sig. Ef þyngdin er farin að spila inní (eins og gítarmagnarar og slíkt) mæli ég með shopusa.is. Hvernig fær fólk út óhagstæð kaup á (dýrum) hljóðfærum? Eins og ég sagði, þá er það bara tónastöðin sem ég hef fundið að ég sé ódýrari.. tala nú ekki um, einu með alvöru þjónustu og þekkingu á sínum vörum! Tónastöðin (Nei, ég vinn ekki þar!) viðast vera þeir einu sem hafa “fattað” að fólk leitaði bara annað ef þeir okra. Það er það sem ég he fgert núna og sparað mér [grínlaust] hundruðir þúsunda fyrir mig og mína nánustu!