lykillinn að hraðaæfingum og shreddi er taktmælirinn (metromone) það er það langt besta og það sem skilar sér best.
byrja bara hægt, eins og t.d. í 66 bpm og taka einhvern skala eins og t.d. A Dúr í 4 position og taka 1 nótu á hvert slag sem taktmælirinn slær… svo þegar þú kannt skalann út og inn á þessu hraða þá byrjarðu að taka 2 nótur á hvert slag og passa sig að fara aldrei of hratt eða halda að þú getir spilað þetta miklu hraðar og gera það… lykillinn að hraða er að spila hægt. Þú átt að geta spilað allveg eins hratt og þegar þú spilar hægt, bara hraðar (væntanlega). Þegar þú ert líka að spila hægt þá verðurðu að passa þig að gera sem fæstar villur því ef þú gerir villu þá geturðu byrjað að festast í því fari og þá getur reynst erfiðara að spila hraðar því þú gerir alltaf sömu villuna, þannig að passa það vel. Svo þegar þú ert búinn að “mastera” þennan hraða (2 nótur á hvern takt) þá tekurðu 3 nótur á hvern takt, og spila það vel og oft, ekki nóg að spila 5 sinnum og segja svo, “já, já, ég get þetta allveg” og fara svo hraðar… vanda vel og spila miklu lengur en þú heldur að sé nóg.
Svo þegar þú ert búinn að mastera 3 nótur á takt þá tekurðu 4 nótur á takt og gera alltaf það sama, passa að vanda sig og spila með jafnt millibil á milli nótnanna. Svo ferðu næst 6 nótur á takt og því næst í 8 slög á takt.
Ef þú gerir þetta þá verður þetta alltaf léttara og léttara, þér gæti orðið svolítið illt í hendinni eftir þetta fyrst og mæli ég með því að gera þetta í 1 klst eða meira… og jafnvel betra að gera eins lengi og þú getur.
T.d. ef þú hefðir farið strax í 66 slög á mín og reynt að spila 6 nótur á slag þá hefðirðu kannski bara skitið á þig, en ef þú gerir þetta þá ertu búinn að liðka þig til og búinn að æfa skalann svo mikið að þú ættir að fara að kunna hann inn og út, þar með er það léttara. Svo ef þú nærð þessu þá er ekkert annað að gera en að hækka hraðann bara á taktmælinum um kannsi svona 8 slög á mínútu og byrja þar frá byrjun líka og svona heldurðu áfram þangað til að þú nærð þeim hraða sem þú vilt ná.
Gott er jafnvel að setja sér markmið fyrir daginn, segðu bara t.d. við þig að núna ætlarðu að fara uppí 120 slög á mínútu með því að taka 6 nótur á slag…. eða eitthvað svoleiðis og svo fitarðu þig hægt og rólega uppávið.
Þetta gæti reynst erfitt á tímum og leiðinlegt og tímafrekt og guð veit hvað, en ef þú vilt ná góðum hraða þá er þetta það eina sem dugar. Og alltaf muna að taka ALLTAF alternate picking (niður-upp-niður-upp o.s.fv.).
Þannig að ég ráðlegg þér að kaupa þér taktmæli sem fyrst. Ég hef heyrt gítarkennarann minn segja mér þessa tækni við að ná hraða og John Petrucci notar þetta og Yngwie J. Malmsteen og ég sá eitthvað myndband með einhverjum prófessor í shreddi í Berklee skólanum í Boston, hann benti á þessa aðferð. Og það sem þeir segja allir um þetta er að þetta er lang virkasta leiðin til að þjálfa upp hraða.
Ég segi, farðu bara og skoðaðu taktmæla og byrjaðu að æfa þig… þetta kemur ekki nema með mikilli æfingu og þolinmæði.