Þetta er í lagi meðan talan á hátalaraboxinu er stærri eða jöfn stillingunni á magnaranum, þ.e. ef magnarinn er faststilltur á 4 ohm þá er óhætt að nota öll box sem eru stærri eða jafnt og 4 ohm. Þú færð reyndar minna afl úr magnaranum, en magnarinn hefur líklega nóg afl til að bæta það upp. Ef þú notar tvö 8 ohm box þá jafngildir það 4 ohm og þá fæst hámarks afl úr magnaranum.
Það sem ég skrifaði hér á a.m.k. við um lampamagnara en ef þetta er transistor magnari þá getur vel verið að þetta skipti engu máli en ég treysti mér ekki til að skrifa undir það.
Leak