Já,Marshall stendur alltaf fyrir sínu. Menn eru almennt mjög hrifnir af DSL línunni fyrir fjölhæfni og góðan tón en ég hef ekki prófað DSL magnara. Hér skal ég telja upp þá Marshall magnara sem ég hef átt eða spilað í gegnum og segja mitt álit á þeim.
JCM800 Master Volume (2203, 2204 ofl.)
Mínir uppáhalds magnarar í rokk, hart rokk og metal (Zakk wylde ofl. nota 2203). Ein rás, mjög góð bjögun en frekar lítil miðað við nútíma hi-gain magnara, hreini tónninn frekar slappur.
JCM800 Split Channel (2210,2205 ofl.). Tvær rásir og reverb (Tom Morello?). Aðeins meiri bjögun en í síðastnefndu línunni og ekki eins góð að mínu mati. Bjögunin er að hluta til búin til með kísildíóðum. Slappt clean sound.
JCM25/50 = Silver Jubilee Series (2550, 2555 ofl.)
Tvær rásir. Afmælisútgáfa framleidd 1987 (með gráu áklæði og krómuðu paneli) til 1989 eða '88?, í hefðbundum Marshall litum). Gríðarlega eftirsóttir magnara í dag (Slash notar 2555). Flott bjögun, miklu meiri en í JCM800 línunni, að hluta til búin með kísildíóðum, ágætis clean rás.
JCM900 Dual Reverb
Tvær rásir og reverb. Meiri metal tónn en í síðasttöldu mögnurunum, full harður fyrir minn smekk. Bjögun að hluta til búin til með kísildíóðum. Ágætis clean rás. Frekar óvinsælir meðal Marshall aðdáenda vegna þess að tónninn í þeim er harðari en hinn klassíski Marshall tónn. Oft er hægt að fá þessa magnara á mjög góðu verði. Ekki taka mark á allri þeirri neikvæðu umsögn sem þessir magnarar fá á netinu. Það er í tísku að dýrka JCM800 og hata JCM900.
JCM2000 TSL601 (hef bara prófað þennan 1x12 combo)
Þrjár rásir (clean, crunch og lead) og reverb. Mjög fjölhæfur og góð clean rás. Bjögunin er mikil en heillaði mig ekki (finnst JCM800 og Jubilee miklu betri).
Leak