Það eru ekki tollar á hljóðfærum né mögnurum.
Þú átt sennilega við að þú sleppur við virðisaukaskattinn (vsk). Hann er 24,5% hér, en 25% í Danmörku. Faðir þinn greiðir fullt verð (með vsk)í búðinni úti en getur fengið 15-17% af honum endurgreiddan á flugvellinum á leiðinni heim.
MÍN REYNSLA er að af 6 skiptum sem ég hef ætlað að fá vsk endurgreiddan í Danmörku hefur einungis 4 sinnum gengið vel, 1 skipti tók það rúman klukkutíma og eitt skiptið gafst ég upp þar sem engin var í skrifstofunni hjá Tollinum sem stimplar pappírana til að fá vsk. endurgreiddan.
Þetta, ásamt því verði sem sjá má á aage.dk eru sterk rök fyrir að sleppa því að versla þarna. Það er mismunandi hvernig menn meta það, en sjálfum finst mér t.d. 2 ára ábyrgð vera 5-10% virði. Að auki eru mörg hljóðfæri ódýrari frá USA þrátt fyir fluttningskostnað og vsk hér heima.