Ég hef æft á bassa í 2 ár og kann bara nokkuð mikið en ég er samt ekki jafn fljótur að læra á bassa og gítar! Það er eitt það léttasta hljóðfæri að spila á sem ég hef nokkurn tíman spilað á. Ég er enga stund að læra á gítar en það er eitt sem er erfitt og það er að læra gripin. En mér sjálfum finnst léttast að læra solo-in.
Trommur eru samt ekki jafn léttar, þær eru kannski mjög einfaldar og létt að muna hvað maður á að slá á en það sem mér finnst erfitt er að detta ekki úr takti í miðju lagi.