Um jólin var ég óvenju spenntur yfir því að opna pakkana, því ég sá einn stórann frá ömmu og afa….mér fannst þetta eitthvað dularfullt.. Hann var mjúkur, harður í miðjunni, og var þykkur neðst….Undarlegur í laginu. Ég hafði ekki grænan grun um hvað þetta var, en núna auðvitað spyr ég sjálfan mig: Afhverju datt mér ekki þetta í hug….JÚ, þetta var gítar.. Ég er mikið fyrir tónlist, og spila á , gítar, hljómborð, saxafón, og klarinett. Ég hef lært sjálfur á hljómborð, og gítar, fengið hjálp, með saxann, en ég læri á klarinett. Nema það. Þegar ég held áfram að opna pakkana kemur önnur gítargjöf, þetta er gítartaska..Rosalega flott og þægileg. Svo í þriðja, var í gítarbók fyrir byrjendur. Þetta var alveg svaðalegt. Nú get ég ekki hætt að spila á gítarinn. Ég var til klukkan 2 á aðfangadag að spila, bara plokk, og kláraði 65 blaðsíður af 80 í gítarbókinni. Og akkurat núna er ég með gítarinn í fanginu. Ekkert smá gaman að spila á þetta :D
Hvað fékkst þú annars í jólagjöf? :P