Ég er með ósköp venjulega tölvu, það er hægt að tengja headphones og microphone aftan í hana, en ég var að pæla hvort ég gæti tengt magnarann/gítarinn við tölvuna og “recordað” þannig upp? Ef svo er hægt, hvernig snúru þarf ég?
Jú, jú, það alveg hægt að tengja gítarinn beint í microphone tengið. Þú þarft minnkara (stykki sem breytir frá jack yfir í mini-jack). Þú þarft líklega að passa að hafa ekki of hátt gítarnum, annars geturðu fengið bjagaðan tón.
Áður en ég fékk alvöru upptökuforrit þá tók ég svona upp. Ég notaði upptökuforrit og effekta sem fylgdu með SoundBlaster hljóðkortinu. Ég tók fyrst upp einn gítar og í næstu töku spilaði ég fyrstu upptökuna með media player og spilaði annan gítar yfir hana og forritið tók upp allt saman. Dálítið frumstætt en þetta virkaði og það kom mér mikið á óvart hvað þetta hljómaði vel.
Þetta er í heildina ekki góð leið sammt, það getur hreyrst allveg ógeðslega ljótt hljóð svona og það þarf helst a.m.k. formagnara. En ég mæli með einhverju upptöku interface-i frekar en þetta.
Ég er sammála að það er betra að vera með formagnara eða annað ‘interface’, og fjölrása upptökuforrit en ef maður er bara að fikta og vill prófa að taka upp þá hægt að gera þetta eins og ég lýsti og tónninn var tandurhreinn hjá mér.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..