Búkurinn og hálsinn sem ég keypti hjá Warmoth eru mjög vandaðir.
Kosturinn við að kaupa Showcase hluti er að þar getur maður séð hvað maður fær og valið þyngdina á búknum. Búkurinn var alveg tilbúinn (extra light swamp ash, butterscotch blonde finish) en ég valdi böndin og lakkið á hálsinn (6105 og vintage tint gloss).
Akústíski tónninn er einn sá besti sem ég hef heyrt og ‘sustainið’ óvenju mikið fyrir gítar af þessari gerð. Hálsinn hefur líklega mikil áhrif á þessa þætti þar sem hann er býsna þykkur (boatneck). Hins vegar er ég ekki enn orðinn ánægður með rafmagnaða tóninn en það er líklega spurning um rétta pickupa. Í gegnum gamlan Marshall magnara fæst reyndar mikill blús og Led Zeppelin tónn. Pickuparnir eru Seymour Duncan ATPR-1 og APTL-3JD.
Ég setti gítarinn saman sjálfur fyrir ári síðan og var það frekar lítið mál. Ef þú kaupir ‘maple neck’ þá þarftu að pússa lakkið af böndunum vegna þess að hálsinn er lakkaður eftir að böndin eru sett á. Það er dálítið skrölt í háa E og H strengjunum sem mér hefur ekki tekist að losna við. Ég þyrfti að láta gítarsmið líta á það.
Ég held að það væri erfitt að finna jafn góðan Fender fyrir sama pening. Hins vegar getur maður alltaf selt Fenderinn fyrir gott verð en erfiðara er að fá gott verð fyrir ómerktan gítar. Eins og í öðru þá er alltaf viss áhætta að kaupa gítar sem maður hefur ekki prófað. Maður getur lent á slæmu eintaki en menn eru almennt sammála um að gæðin hjá Warmoth séu nokkuð stöðug.
Warmoth gítarinn er góður en hann jafnast ekki á við Fender Custum Shop Telecaster sem ég spilaði einu sinni á. Það var eitthvað alveg sérstakt við Fenderinn, tónn og ‘fílingur’ en hann kostaði þrisvar til fjórum sinnum meira en Warmoth gítarinn.
Vona að þessar upplýsingar komi að einhverju gagni.
Leak