Á Harmony-Central eru hljóðfærum gefnar einkunnir miðað við verð. Þannig er ekkert skrýtið að litlar græjur sem kosta lítið komi vel út. Þetta er mjög hjálpleg síða, sérstaklega ef nokkrir hafa lagt inn dóma, eins og orrit bendir á.
Það erfiða við aðkaupa sér ódýrt hljóðfæri án þess að hafa prófað það er að maður veit lítið um að hverju maður gengur. Ég mundi skoða þann möguleika að kaupa hljóðfæri sem þú hefur prófað hérna heima svo að þú sért nær lagi.
Það er líka smá grunsamlegt að enginn sé að selja þetta merki hérna heima svo að ég viti allavega. Það getur þýtt að framleiðslan sé ekki vönduð, því hljóðfæraverslanir á Íslandi þurfa að uppfylla 2ja ára ábyrgð á gíturum, og eru þessvegna ekki til í að selja hvað sem er.
Prófa fyrst, kaupa svo, væri mín ráðlegging.