Epiphone vill ekki láta senda gítarana sína beint til Íslands(eða bara yfir höfuð overseas), þannig þú þarft að nota ShopUSA. Og ekki kaupa þér magnara frá USA, þú lendir í veseni með rafmagnið(þarft að redda spennubreytir) og svo er sendingarkostnaðurinn mjög mikill(útaf þyngd).
En svona til að svara þér þá er Music123 alveg öruggt, ég stend í miðri pöntun hjá þeim þessa dagana og líkar mér mjög vel. Þeir sjá um allt fyrir þig, ég er búinn að senda þeim svona 5 mail og hef verið að spyrjast fyrir bara um hitt og þetta og þeir svara alltaf með mestu kurteisi og þolinmæði.
En ef þú þarft að kaupa í gegnum ShopUSA þá reiknaru með reiknivélinni á www.shopusa.is (efst til hægri) og þá færðu verð sem er kannsk í þínu tilfelli 25 þúsund ca. Svo reyna ShopUSA alltaf að pota einhverju þarna inn, tryggingar og fleira sem ég by the way mæli með. Svo ef þú vilt senda með flugvél(ef pakkinn er ef stór), þá bætast nokkrir þúsundkallar við.
Þetta er allavega mín reynsla af þessum fyrirtækjum. Ég sendi ShopUSA nokkur mail og þeir virðast ekkert vera að svara jafn óðum, ég hringdi þá niðrettir og gaurinn í símanum var ekkert uppá sitt besta, vissi ekki alveg hvað hann átti að gera.
Þannig svona overall, þá líkar mér mjög vel við Music123, en ekkert allt of mikið við ShopUSA, ég einfaldlega neyddist til að versla við þá útaf þessu með Epiphone. Það er dýrt að versla við þá og ef þú getur komist framhjá því þá mæli ég með því. En Music123 er toppurinn ;-)
Meira hef ég nú ekki að segja í bili, en ég vona að þetta hafi gagnast þér eitthvað.