Ég veit ekki hvort þú trúir því en ég var einmitt að panta einn svona elitist gítar rétt í þessu, eða fyrir svona 3 klst. Hann er hérna:
http://www.music123.com/Epiphone-Elitist-Les-Paul-Standard-i147014.music - Ég pantaði b-stock og fékk hann á $890. Persónulega held ég að þetta séu hinir fínustu gítarar.
Ég mæli frekar með þeim, Gibsoninn er soldið dýrari, en þú ert ekkert að fá miklu meira. Pickuparnir í Epiphone eru mjög fínir, og svo hef ég ekkert verið að heyra allt of góða hluti um Studio útgáfurnar, gæti verið bull en hef samt heyrt það, meira en einu sinni. En þrátt fyrir það er þetta Gibson og er örugglega fínn gítar, Studio eru samt alltaf ódýrari en hinar tegundirnar.
Ég mæli með Epiphoninum, ef þér líkar ekki hljóðið, þá geturu skipt um pickupa seinna sem kostar ekkert mikið allavega svo ég viti. En hljóðið í svona gítar er mjög gott þannig ég held þú ættir ekki að þurfa þess, nema kannski þú sért að leita að einhverju nákvæmu hljóði.