Það eru nokkur ár síðan tveggja ára neytendaábyrgð gangvart almeningi var lögbundin. Ef þú kaupir nýjan gítar til einkanota er skilyrðislaus 2 ára ábyrgð samkvæmt lögum. Seljandi má semja um aukna ábyrgð (lengja hana) en ER GJÖRSAMLEGA BANNAÐ að semja um lakari ábyrgð. Ef magnarinn þinn er ekki orðin 2 ára samkvæmt reikningnum áttu rétt á ábyrgðarviðgerð þótt á nótuni standi aðeins eins árs ábyrgð. Ef seljandi ætlar að halda sig við árið skaltu hafa samband við Neytendasamtökin, lögfræðing eða bara lögguna. Þetta er lögbrot.
Tveggja ára ábyrgð gildir einungis í viðskiptum einstaklings við söluaðila. Fyrirtæki fá bara árs ábyrgð.
Vertu raunsær. Ef magnarinn virkar ekki vegna þess að þú hletir kóki á hann ekki fara fram á ábyrgðarviðgerð.
Þegar þú ferð með eitthvað í viðgerð sem þú heldur að falli innan ábytgðar taktu það strax fram og biddu um að haft verði samband við þig áður er gert við komi í ljós að þeir telji þetta ekki ábyrgðarviðgerð. Ef það gerist og þú ert enn þeirrar skoðunar að um ábyrgð sé að ræða farðu fram á skriflega skýringu, og láttu vita að það sé til að spara öllum sporin þegar þú ferð með þetta í Neytendasamtökin. Vertu alltaf kurteis, og farðu helst þegar vænta má að það sé fjölment í búðinni. Ekkert sem drepur sölu eins hratt og að standa ekki við þjónustuskuldbindingar.
http://ns.is/ns/lagasafn_neytenda/kaup_a_lausafe_(vorum)/