þú ert náttúrlega að rúlla af stað hinu heilaga stríði Mac vs. PC ;)
en, þetta er spurning um hvað þú ætlar að gera, að spila leiki á mac er ekki uppá marga fiska, þ.e.a.s. úrvalið, koma yfirleitt ári á eftir PC, eða bara aldrei. Netið, e-mail og önnur standard vinnsla (s.s. ekki leikir) eru ekkert mál á Mac. Annar kostur við Mac (þegar þú ert í þessum hljóð pælingum) er sá að það er svo takmarkað hvaða hardware er stutt af stýrikerfinu, þannig að ef það er á annað borð stutt þá virkar það líka almennilega.
þú þekkir væntanlega Pc heiminn og ég ætla því ekkert að fara nákvæmlega yfir það dótarí. Þar er einmitt ókosturinn að windows þarf að styðja svo mikið af mismunandi hardware-i að allt virkar svosem, en misvel. Kosturinn er sá að þetta er allt miklu ódýrara, ég þekki fólk sem hefur verið í sömu pælingum og þú og komst að þeirri niðurstöðu að ef þú eyðir sama pening í PC vél eins og þú hefðir eytt í Mac þá værirðu kominn með alveg jafn powerful vél, jafnvel betri. Þú verður bara að aðlaga valið að þínum þörfum.
og eitt enn… ef þú velur PC, forðastu VIA kubbasettin. Þegar þú ert að vinna með hljóð skiptir latency öllu máli. VIA tók sig til og breytti aðeins útfærslu sinni á PCI staðlinum þannig að latency (s.s. lagg frá hljóðkorti inná disk eða aftur út í hátalara, o.s.frv.) er hörmung. Ég var að pæla í af hverju ég náði latencyinu ekki niður hjá mér og stoppaði í kubbasettinu, það eru til endalausir þræðir á forum-um um vandræði með VIA kubbasett.
einnig taka það fram að ég er hvorki mac maður né pc maður, þannig að þetta er tiltölulega hlutlaust.