titillinn er nú meira að gamni gerður. en með verðið… þá tjékkaði ég á svona um daginn, og fann svona sneril, hann kostaði nú ekki nema 60þús krónur á ebay. á ég að selja þetta dýrar þá eða?
nettur… en þarna. Rauðu settin eru ekki sambærileg og hitt bláa myndi enda langt yfir 100þús kalli hingað til lands. Hvernig væri að leyfa minni auglýsingu bara að vera, og ef þú hefur áhuga… þá kannski svara. Annars ekki. sé ekki hvaða gróða þú hefur í þessu.. ok?
Það er spurning um hvort er sjaldgæfara… Og ég held að það sé ekkert bara einhver að fara að kaupa þetta. Það eru safnarar búnir að hafa samband við mig og ég býst við því að þeir viti hvað þeir eru að fara út í
Ég ætla að ganga það langt að segja að þú vitir ekki rassgat um hvað þú ert að tala um.. Þessi sett enda oftast á milli 1000-2000$ og þú veist að þá erum við að tala um mjög mikinn pening komin hingað til landsins… Annars nenni ég ekki að eyða meira púðri í svona fólk eins og þig, set bara mína auglýsingu upp og læt hana eiga sig og fólk bara segir það sem það vill um hana
Þá geng ég svo langt að segja að þú hafir ekki heldur hugmynd um hvað þú ert að tala.. enginn heilvita maður myndi kaupa ryðgandi plasthaug á 200 þús, þú gætir keypt þér annaðhvort glænýtt acryllic sett fyrir þann pening eða þá stóran Maple Starclassic eða Pearl Masters skeljapakka..
Þú ferð ekki að svindla svona á fólki 200 þúsund er altof dýrt þetta setta er hægt að fá á 50 þúsund notað með splash crash ride og hi hat… Feita kind ;)
haha, ertu ekki að grínast.. ef þú getur plöggað svona á 50þúsund, þá kaupi ég 5 stykki. En eitt, þú verður að gera þér grein fyrir því að þetta er Ludwig sett frá 1974… Að segja að Ludwig sándi illa er eins og að segja að Gibson séu krappí gítarar.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..