Gítarinn: $499
Frakt samkv. Music123: $96
Trygging $10
SAMTALS ÚTI: $605.
Gengi samkv. mbl.is er 66,60 þannig að úti borgar þú kr. 40.293.
Tollgengi er 71,07 þannig að vsk. er $605 * 71,07 = kr.42.997 * 24,5% = 10.535
Þá er verðið 42.997 (það sem þú borgaðir fyrir hljóðfærið, frakt og tryggingu) PLÚS 10.535 (vsk. hérna heima) = kr. 53.532
Að auki má gera ráð fyrir kr. 1500 þóknun til flutningsaðilans hér heima.
Þannig að heildarverð er c.a. 55.000 og þú ert því að “græða” 24.000 á því að panta hann að utan. Ég myndi nú frekar segja að maður sé að borga 24.000 minna. Græðir mest á að sleppa þessu alveg :-)
Ef gítarinn er gallaður “græðir” þú minna þar sem þú þarft aðs enda hann út (svona 10-15.000 báðar leiðir). Ef gítarinn bilar á næstu 2 árum og þú lætur laga hann “græðir” þú líka minna þar sem engin er ábyrgðin.
Þetta er þó talsverður verðmunur og þú verður að meta hvort þetta sé áhættunnar virði. Ef þú heyrir t.d. á Huga að þetta séu áreiðanlegir og góðir gítarar þá myndi ég versla að utan. Það má ekki misskilja mig sem einhvern þjóðerniskennda verslunarsleikju; það á bara að taka alla þætti inn í dæmið! Í þessu tilviki vinnur music123.com sennilega.
Ég áætla tryggingu $10 og það er glapræði að sleppa henni. Ef sendingin týnist, eða þú færð bara tóman kassa situr þú uppi með tjónið að mestu leyti.
Eins skaltu greiða þetta með korti (Visa/Euro). Færð betri tryggingu og ert ekki rukkaður fyrr en varan fer af stað.