Hvað finnst ykkur?

Ég er að fara að kaupa mér nýjann rafmagnsgítar og er að leita að góðum rokk/metal gítar, einhvern sem er líka með gott clean sánd, ég hef komist að þeirri niðurstöðu að ef til vill virka þessir gítarar best fyrir mig, þá kannski helst ESP og Ibanez.

Hafiði eitthvað að segja um þessi merki, og hvar ég gæti kannski nálgast svona hljóðfæri? Ég veit samt að Tónastöðin er með ESP og umboð fyrir Jackson, en ég hef bara ekkert séð neina Jackson gítara hjá þeim, svo er Hljóðfærahúsið að selja einhverja Ibanez gítara. Og ef einhver er að reyna að selja gítar með þessu merki þá geta þeir jafnvel sent mér hugapóst og ég get litið í málið :)
…djók