Er gítarleikari og er að spá í 2w Marshall magnara í Rín, er eitthvað varið í þá eða er þetta drasl sem heyrist ekkert í þeim? Eru góð hljómgæði miðað við hvað þetta er lítið?
ég mæli með að þú eyðir aðeins meiri pening í magnara t.d með micro cube , það er snilldar magnari http://www.rin.is/myndir/magnarar/microcubelarge.jpg lítill og nettur og er með alveg þokkaleg sound :D og er líka með einhverjum effectum , GEGGEJAÐUR magnari
Með einhverjum effectum? Ertu ekki að grínast eða? Einverjum þá ertu að tala um fleiri en 1 effect og þetta er á stærð við effect. Ertu ekki viss um að það sé bara overdrive og clean?
Nei, kallinn í Rín sagði mér að maður þyrfti minnst 30W til að spila með trommum, öðrum gítar, bassa og söngvara, þ.e.a.s. þessu venjulega hljómsveitadóti.
Ef þú ert að spá í marshall myndi ég frekar mæla með avt eða mg mögnurum, sounda ágætlega og eru frekar ódýrir. En ef þú villt endilega stæðu“wannabe” þá áttu rín um daginn tíu watta magnara haus með tveim boxum.
vinur minn á tvo svona litla magnara, VOX og Fender (ef mig minnir rétt) og þeir eru ekki nema kannski svona 3w eins og þessi er bara 2w… það er fínt að taka svona kvikindi með sér í ferðalög og bústaðinn og svona þar sem að þetta gengur fyrir batteríum, en þau eiga það til að klárast fljótt. Þá er ekkert annað að gera en að kaupa sér batterí ;)
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..