Fyrir það fyrsta varðandi svarið um að öll hljóðfæri séu 2-3x dýrari á Íslandi. Þetta er rangt og alveg tilgangslaust svar. Þetta hjálpar ekkert.
Ég er ekki það vitlaus að halda því fram að hljóðfæri séu ódýr á Íslandi, en ég hef grun um að það sé ekki víst að spyrjandi finni ódýrari hljóðfæri í Danmörku eða Svíþjóð.
Ég sé ekki betur en að Seagull gítarar séu dýrari í Danmörku en Íslandi (www.aage.dk). Ég tek þetta dæmi einungis vegna þess að ég var að skoða slíka um daginn og man verðið. Ég sé ekki betur en að 12 strengja gítarar séú á sambærilegu verði hjá Aage og Hljóðfærahúsinu. Úti fengist etv. TaxFree sem myndi lækka verðið um 10-15%, en hérna fengist 2 ára ábyrgð sem myndi etv. réttlæta einhvern verðmun.
Það að þú fannst ódýrari bassa í Finnlandi tengist þessu máli í raun ósköp lítið. Spyrjandi er ekki á leið þangað, og er ekki að leita af bassa.
Ég er í engum vafa að að jafnaði væri ódýrast að versla hljóðfæri í USA ef maður á leið um og taka heim í farangri. Það leiðir ekki endilega til þess að öll hljóðfæri séu dýrari á Íslandi en á nokkrum öðrum stað á jarðríkinu.
Ég held að vettvangur eins og Hugi verði marklaus ef menn vaða áfram með svona tilgangslausar alhæfingar. “Öll hljóðfæri eru dýrari á Íslandi” er rangt, “að jafnaði má finna hljóðfæri á lægra verði erlendis” er rétt.