Sælt veri fólkið,
Ég rakst á frábæra athugasemd um daginn varðandi gítartækni sem kanski gæti hjálpað að útskýra fyrir byrjendum nokkrar algengar ranghugmyndir um gítarleik. Rokkgítargoðinn stærstu, að minnsta kosti að mínu mati, s.s Jimi hendrix, Jimmy page og Eric clapton svo að nokkrir séu nefndir eru oft fyrirmyndir nýbyrjaðra gítarleikara(þeir voru alla vega mínar fyrirmyndir) og ég tók eftir þeim varðandi vinstrihandar tækni á gítar og mig grunar að einhverjir aðrir geri eða hafa gert það. Það er hinsvegar einfaldlega staðreynd að ef maður ætlar að ná að nýta til fullnustu þá möguleika sem maður hefur til að ná góðri og öruggri vinstrihandar tækni þá eru þeirra aðferðir mjög vitlausar fyrir hin venjulega gítarleikara. Þá er ég að tala um atriði eins og að nota ekki litlaputtan í riffum eða sólóum og að staðsetja þumalputtan ofan á gítarhálsinn í stað þess að hafa hann fyrir aftan hann. Sú athugasemd sem ég minntist á í byrjun greinarinnar er sú að þessi gítargoð eru góð á gítar ÞRÁTT(!!!) fyrir þessar villur í tækninni hjá sér en alls ekki vegna þeirra. Til að mynda hafa þessir þrír herramenn sem ég myntist á hér í byrjun mjög stórar hendur og þykka putta, svo að sú aðferð sem þeir nota virkar fyrir þá en virkar engan veginn fyrir gítarleikara með “eðlilega” handastærð. Þetta var bara smá pæling sem mig langaði að koma frá mér og mig hlakkar til að heyra hvað þið hafið um hana að segja.