Ég hef eitthvað verið að pæla í nýjum gítar, þá velti ég mér mikið fyrir því hvernig gítar ég ætti að fá mér og ég kom auga á Dean gítar http://www.deanguitars.com/custom_450s.htm sem er seldur í Rín, ég ætlaði að prófa hann (gekk illa því það er svo vont að prófa gítara þarna inni í búðinni… engir stólar :S) annars af því sem ég náði að prófa hann þá fannst mér mjög fínt að spila á hann.
Samt er annað mál að hann kostar um 88 þús kall og ég er svo farinn að pæla í því að kaupa mér kannski bara frekar Ibanez, Jackson, ESP eða kannski Gibson.

Það sem ég er eiginlega að biðja um hér eru ráðleggingar frá þeim sem vita eitthvað um þessa gítara eða hafa reynslu af þeim, þ.e.a.s. einhverja góða rokk/metal tónlist.
…djók