Ef það sem þú pantar kostar yfir $300, þá er hagstæðara að láta senda heim að dyrum, ef sá valmöguleiki er fyrir hendi. En þú sparar samt helling miðað við að kaupa þetta hér heima þósvo gjaldskrá ShopUSA komi svolítið niður á dýrari, fyrirferðarminni hlutum.
Ekki gleyma að uppgefið verð á music123.com er ekki fullt verð sem þú þarft að borga fyrir hlutinn, þú þarft að bæta við um $90 fyrir flutning (ef við erum að tala um gítar), og svo margfalda alltsaman með 1,245 til að fá verð með virðisaukaskatti, og þá ertu kominn með heildarverðið á vörunni kominni í þínar hendur (ég er reyndar að “gleyma” einhverjum pappírsvinnugjöldum, en það er ekki nema þúsundkall eða tveir)