Ég hef verið að hugsa mig mikið um að fá mér Gibson Les Paul Studio í gegnum tíðina. Var ég að skoða hann á music123.com og kostar hann rúmar 80 þús. krónur, sem er víst ekki neitt fyrir þennan klassagítar (
http://www.music123.com/Gibson-Les-Paul-Studio-i70130.music). Ég hef einnig verið að skoða hvað þessi gítar kostar í Rín, hef verið að skoða verðlistann, en ég veit ekki hvaða gerð af Studio þessi gítar er (
http://www.rin.is/gibson.htm). Ég var að spá í hvort einhver hérna gæti sagt mér hvað þessi Gibson kostar hér á landi og einnig hvort það sé ekki sniðugt að kaupa þennan Studio gítar á music123.com (flyt hann með búslóð, þannig að ég þarf ekki að borga neina tolla).
- Links
“ Þar sem koma fleiri en tvö tré, þar er skógur ”.