Hafðu eitt í huga: Tollurinn lítur á heildarverð frá USA (vara+fragt+tryggingar) og margfaldar með Tollgengi (sem er hærra en bankagengi, eða 72,80). Út frá þeirri tölu reikna þeir 24,5% virðisaukaskatt (vsk). Vsk. er ekki tollur heldur skattur. Svona eins og kjaftshögg í stað sparks í pungsins…
Síðan er algengt að umboðsaðilar fluttningsaðilans á Íslandi s.s. UPS og DHL, TVG taka um 1500 kr. í umsýslukostnað og vöruafhendingu.
Heildarverðir er reiknað:
Verð á vöru í USA margfaldað með sölugengi USD samkvæmt viðskiptabankanum þínum á kaupdegi.
Flutningur og tryggingar margfaldað með sama gengi.
24,5% af heildarupphæð í USD fluttnings, vöruverðs og tryggingar margfölduðu með Tollgengi.
Umsýslukostnaður ef einhver.
Ekki versla af netinu öðruvísi en með kreditkorti. Sérstaklega ekki frá USA. Getur m.a. stöðvað greiðslu ef varan er gölluð eða skilar sér ekki.